Háskólahátíð á Hrafnseyri
- Hrafnseyri
- 17. júní 2023
- 13:00
- Háskólahátíð
Útskriftarathöfn Háskólaseturs Vestfjarða fer að venju fram á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, með Hákólahátíð á Hrafnseyri. Athöfnin er ætluð öllum sem lokið hafa meistaragráðu frá Háskólasetri síðastliðið skólaár, sem og vestfirskum útskriftarnemum frá öðrum háskólum á Íslandi, sem vilja fagna áfanganum á heimaslóðum.
Öll eru velkomin á Háskólahátíðina til að gleðjast með útskriftarnemunum!
Dagskrá:
13:00 Guðsþjónusta á Hrafnseyri í tilefni þjóðhátíðardagsins
13:45 Þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri. Kaffiveitingar. Súpa og brauð til sölu.
14:15 Hátíðarræða
Aðrar ræður og ávörp, tónlist
15:00-16:30 Hátíðleg athöfn í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda
Myndataka, gróðursetning
Háskólahátíðin er opin almenningi og öll velkomin að samfagna með útskriftarnemum. Athöfnin verður úti undir Bælisbrekku ef veður leyfir, annars inni í kapellu.
Ókeypis er í rútuna og öll velkomin meðan sæti eru laus, en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja sér sæti. Rútan tekur upp farþega á leiðinni, sé þess óskað. Brottför frá Háskólasetri verður ekki seinna en kl. 11:30, mæting 15 mínútum fyrr.
Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútuna.