Háskólahátíð 2022
- Hrafnseyri
- 17. júní 2022
- 12:00 til 17:00
- Háskólahátíð
Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistaranámi Háskólasetursins sem og fjarnemum á Vestfjörðum. Háskólahátíð er þó ekki eingöngu fyrir útskriftarárganga, heldur líka fyrir alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfsfólk, stjórn og stofnaðila sem og aðra samstarfsaðila í gegnum tíðina.
Formleg útskrift úr meistaranáminu er frá Háskólanum á Akureyri. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftarnema til að samfagna á háskólahátíðinni á Hrafnseyri.
Dagskráin verður birt hér um leið og hún liggur fyrir en hún er hluti af hátíðarhöldunum á Hrafnseyri í tilefni af 17. júní. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á ókeypis sætaferðir frá Ísafirði á Hrafnseyri og til baka. Tillit verður tekið til flugs til og frá Ísafirði.