Háskólahátíð 16. júní 2018

Háskólahátíð Háskólaseturs Vestfjarða hefur alltaf verið haldin á 17. júní. Í ár færist hún hins vegar til um einn dag vegna tengingar við hátíðarhöldin á Hrafnseyri og komu forseta Íslands til Hrafnseyrar þann 16. júní.

 

Háskólahátíðin fer þar af leiðandi fram þann 16. júní 2018.

Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistarnámi í haf- og strandsvæða­stjórnun sem og fjarnemum af Vestfjörðum.

Árið 2018 munu 18 nemendur útskrifast úr meistarnámi í haf- og strandsvæðastjórnun, sem er kennt hjá Há­skólasetri Vestfjarða í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Formleg útskrift er frá HA, en Háskólasetrið mun af þessu tilefni efna til háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 16. júní 2018. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftar­nema annarra háskóla til að samfagna á háskólahátíðinni á Hrafnseyri.

Auk útskriftarnema bjóðum við hjartanlega velkomna alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfs­menn, stjórnarmenn og stofnaðila sem og aðra samstarfsaðila í gegnum tíðina.

Við vonumst til að sjá sem flesta velunnara Há­skóla­setursins á þessum hátíðardegi.

Dagskrá:

09:00-09:40    Flug Reykjavík-Ísafjörður

09:15             Mætt í rútu fyrir framan Háskólasetrið

09:30             Brottför rútu Ísafjörður-Hrafnseyri (skráning), með viðkomu á flugvelli

11:00             Guðsþjónusta á Hrafnseyri í tilefni þjóðhátíðardagsins

12:00             Hátíðarræða: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

                     Tónverk eftir tónskáldið Halldór Smárason, frumflutt af kvartettinum Sigga

                     Frásögn séra Geirs Waage um æskuár sín á Hrafnseyri

13:00-15:00    Kaffiveitingar á Hrafnseyri. Súpa og brauð til sölu. Fótboltaleiknum Ísland-Argentína varpað á skjá.

15:00             Hátíðleg athöfn í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda

                     Myndataka, gróðursetning birkiplanta

16:30             Rúta Hrafnseyri-Ísafjörður (skráning)

19:15-19:55    Flug Ísafjörður-Reykjavík

Gert er ráð fyrir að hátíðlega athöfnin í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda verði kl. 15:00. Nánari dagskrá auglýst um leið og hún er komin á vef hrafnseyri.is.

Hátíðlega athöfnin í tilefni útskriftar er opin almenningi og allir velkomnir að samfagna með útskriftar­nemum. Athöfnin er úti undir Bælisbrekku meðan veður leyfir, annars inni í kapellu.

Ókeypis er í rútu, en nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja sér sæti. Rútan tekur upp farþega á leiðinni, ef skráning liggur fyrir. Tilgreinið hvort þið ætlið að taka rútu frá Háskólasetri, Hlíf, Skeiði, flugvelli, Önundar­firði eða Þingeyri. Brottför frá Háskólasetri verður ekki seinna en 09:30. Mæting upp úr 09:15.

Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu. 

Frá Háskólahátíð á Hrafnseyri.

Á döfinni