Framtíðarfræði – opið námskeið

Nýtt opið námskeið í framtíðarfræðum, „Arctic Futures“, verður í boði við Háskólasetrið í október. Námskeiðið er 2 ECTS einingar á meistarastigi og fjallar um hina upprennandi fræðigrein framtíðarfræði. Sérstök áhersla er lögð á framtíð norðurslóða og verður m.a. unnið með sviðsmyndagreiningu auk þess sem gestakennarar sem nota verkfæri framtíðarfræða leggja ýmislegt til málanna.

Námskeiðið er hluti af þverfræðilegu námsleiðinni haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið en öll námskeið á meistarastigi við setrið eru opin þátttakendum úr atvinnulífinu og frá háskólum. Kennslan fer fram á ensku .

Námskeiðið fer fram í Háskólasetrinu. Það hefst mánudaginn 8. október og stendur til föstudagsins 12. október.

Tveir kennarar hafa umsjón með námskeiðinu, þeir Guy Yeomans frá School of International Futures og Karl Friðriksson, forstöðumaður Frumkvöðla og fyrirtækja við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og starfandi stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands. Báðir hafa þeir mikla reynslu af framtíðarfræðum og eru starfandi á því sviði á alþjóða vettvangi.

Skráning fer fram í gegnum Opin meistaranámskeið en þar má einnig nálgast allar upplýsingar um umsóknarferlið og forkröfur.

Námskeiðslýsing:

This course frames the Arctic as a region subject to a wide range of critical areas of change with the active potential to lead to the emergence of different, divergent or disruptive future states from those experienced today. These themes will be explored through the theory and methodologies of futures and strategic foresight with a view to equipping students with the ability to develop critical thinking about emergent change and the longer term and its range of commercial, political and social implications. The course will draw on broad-based existing academic outputs, experience gained from client-led practice and through the teaching and use within the course of practical ‘tools-based’ exercises.

Hæfniviðmið:

At the end of the course, students will be able to:

  • Define and recognise the key drivers of change, and their associated trends, and understand what impacts (both positive and negative) they may have within the Arctic & sub-Arctic regions
  • Understand the implications these drivers have for strategy, policy and innovation development and risk management
  • Evaluate what futures and strategic foresight approaches are, their value and how and when they can (or cannot) practically be used
Námskeið í framtíðarfræðum fer fram við Háskólasetrið í október.

Á döfinni