Framlínunámskeið á vegum Íslenskuvæns samfélags

Námskeið á vegum átaksins Íslenskuvænt samfélag ætlað fólk í veitingageiranum sem og verslunum á svæðinu. Er hér bæði átt við þá sem læra íslensku eða þurfa að læra íslensku til að geta veitt þjónustu á íslensku, sem og innfædda, og þá ekki síst vinnuveitendur sem geta æft hvernig nota má málið á sem auðskiljanlegastri íslensku.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu frasa sem þarf til að geta innt starfið af hendi á íslensku og mögulegar aðstæður æfðar. Brugðið verður á leik við ímyndaðar aðstæður.

Það er gott ef þátttakendur mæti með matseðla síns vinnustaðar (má líka senda til okkar áður) eða orðaforða sem þeir vilja vinna með. Orðaforðinn má vera á ensku en verður svo þýddur á íslensku. Best er ef matseðlarnir eru á íslensku.

Markmiðið er fyrst og fremst að sýna fram á að vel megi notast við íslensku á einfaldan hátt þótt viðkomandi kunni annars ekkert sérstaklega góð skil á málinu svo og hvernig vinnuveitendur eða íslenskir samstafsmenn geta veitt liðsinni við notkun málsins. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir þá sem eru að læra málið, að þeir þurfi ekki að beita ensku við að panta. Auðvitað er þetta einnig gott fyrir þá sem ekki kunna góð skil á ensku eða vilja síður nota hana.

Vinnuveitendur eru hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið: barbara(hjá)frmst.is fá nánari upplýsingar og skrá sig og starfsfólk sitt. Einnig er hægt að skrá sig hér fyrir neðan. Margt smátt gerir eitt stórt.

Tími: Fimmtudagur 16. júní kl. 9:30-11:00.
Kennslustaður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12.
Fyrir hverja: Opið öllum.
Verð: Frítt

Á döfinni