Fagráðstefnan Landsfundur Upplýsingar 2020 -

Upplýsing, fagfélag bókasafns- og upplýsingafræða stendur annað hvert ár fyrir ráðstefnu í samvinnu við bókasöfnin á landinu. Fyrirlesarar eru bæði erlendir sem innlendir og sækja ráðstefnuna starfsmenn almenningsbókasafana, skólasafna háskólabókasafna sem og sérsafna.

Næsti Landsfundur verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 24.-25. september 2020 og sjá bókasöfnin á Ísafirði sameiginlega um undirbúning, þ.e. Bókasafnið Ísafirði (almenningsbókasafnið), bókasafn Menntaskólans, skólasafn Grunnskólans á Ísafirði og bókasafn Háskólaseturs Vestfjarða.  Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fagráðstefna fer fram á Vestfjörðum. Að þessu sinni er yfirskriftin „Í upplýstu umhverfi“.

Upplýsingar um skráningu og dagskrá verða birtar er nær dregur. Bendum á Facebook-síðu Landsfundar 2020

Frá Landsfundi Upplýsingar.

Á döfinni