Dreifing búrhvala við norðausturströnd Kanada

Föstudaginn 18. mars ver Ellyn Davidson meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um dreifingu búrhvala við norðausturströnd Kanada. Ritgerðin ber titilinn Exploring the Characteristics of the Spatial Distribution of Sperm Whales (Physeter macrocephalus) and Northern Bottlenose Whales (Hyperoodon ampullatus) in the Eastern Canadian Arctic: A Preliminary Study to Inform Conservation Management.

Leiðbeinandi er Dr. Steve Fergusson, vísindamaður við hafrannsóknarstofnun Kanada og aðjúnkt við Háskólann í Manitoba. Prófdómari er Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands.

Ítarlegan úrdrátt ritgerðarinnar má nálgast á enskri útgáfu viðburðarins.

Ellyn Davidson.

Á döfinni