Áhrif æðarbúskapar á atferli og varp æðarfugls á Vestfjörðum

Þriðjudaginn 13. febrúar mun Julia Murray verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerð hennar fjallar um áhrif æðarbúskaps á atferli og varp æðarfugla á Vestfjörðum og ber titilinn The effects of eider husbandry on the behaviour and nesting success of the common eider (Somateria mollissima) in the Westfjords of Iceland. Vörnin hefst kl. 15:00 í Háskólasetri Vestfjarða og er opin öllum.

Leiðbeinandi ritgerðarinnar er dr. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Prófdómari er dr. Noah Perlut, dósent við University of New England.

Þótt æðarbúskapur og dúntekja á Íslandi teljist almennt sjálfbær ríkir ekki einhugur meðal bænda um bestu aðferðirnar við að takmarka áhrif ónæðis í varpinu til að hámarka dúntekju. Ónæði sem villtir fuglar verða fyrir getur í ákveðnum tilfellum leitt til rýrari árangurs við æxlun sem oftast tengist aukinni rántöku þegar hreiðrin eru eftirlitslaus. Í þessari ritgerð eru könnuð viðbrögð varpfugla við aðgerðum bænda á meðan á útungun stendur í samhengi við breytur á borð við magn gróðurs og tilbúinna hreiðurskjóla. Áhrif rántöku í tengslum við þessar aðgerðir bændanna eru síðan metin. Fylgst var með fuglunum á hreiðurgerðartíma og dúntekjutíma í fimm æðarvörpum á Vestfjörðum.

Ítarlegan útdrátt með lesa á ensku.  

Á döfinni