Áhrif Brexit á framleiðslu sjávarfallaorku í Bretlandi

Fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 14:00 mun Florian Billarant verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Í rannsókn sinni skoðar Florian áhrif Brexit á framleiðslu sjávarfallaorku í Bretlandi. Ritgerðin ber titilinn The Impact of Brexit on the Marine Renewable Energy Industry in the UK. Ítarlegan úrdrátt má nálgast á ensku. Vörnin fer fram í Háskólasetri Vestfjarða og er opin almenningi.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. John Colton, prófessor við Acadia-háskóla í Nova Scotia, Kanada og kennari við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er dr. Marcello Graziano, prófessor við Central Michigan háskólann í Bandaríkjunum.

Florian Billarant ver lokaritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um áhrif Brexit á framleiðslu sjávarfallorku í Bretlandi.

Á döfinni