Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða 2018

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fer fram föstudaginn 25. maí 2016 kl. 13:00 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu. Fundurinn er opinn gestum.

Dagskrá 

13:00-14:30     Aðalfundur

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Afgreiðsla reikninga
  3. Fjárhagsáætlun
  4. Kosning stjórnarmanna (á ekki við 2018)
  5. Kjör skoðunarmanna eða endurskoðenda
  6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
  7. Tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum
  8. Önnur mál

 

14:30               Kaffi "og með því"

 

Fundurinn fer fram í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.

Stjórn Háskólaseturs snæðir hádegismat kl. 12:00-13:00, staður tilkynntur síðar. Fundargestum er velkomið að vera með, en greiða fyrir sig sjálfir.

 

 

Flug til Ísafjarðar er kl. 08:00 frá Reykjavík og til baka frá Ísafirði kl. 18:05.

Flugrúta er í sambandi við allt flug og kemur hún beint í Háskólasetrið.

Við vonumst til þess að fulltrúar sem flestra stofnaðila sjái sér fært að mæta á aðalfund Háskóla­setursins. Vinsamlegast athugið að það er sent boðsbréf á hverja stofnun, stílað á aðalfulltrúa. Látið gjarnan sjálf varamenn vita, ef aðalmenn geta ekki mætt. Meðan stofnanir/fyrirtæki tilkynna ekki um breytingar hjá fulltrúum göngum við út frá þeim fulltrúalista, sem liggur fyrir.  Fundarboðið er líka sent út netleiðis á aðalfulltrúa og er tilkynnt í vefmiðli.

Vinsamlegast staðfestið móttöku fundarboðs og ef við á þátttöku

hjá reception@uw.is eða í síma 450 3000.

Á döfinni