Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum, en síðan var haldið í bátsferð til að skoða sjókvíarnar í Dýrafirði. 

Meira


Við spyrjum okkur kannski ekki oft þeirrar spurningar hvaðan maturinn sem endar á diskinum okkar kemur. Með aukinni meðvitund um þau umhverfisáhrif sem flutningur matvæla á milli heimshluta veldur verður þessi spurning þó meira knýjandi og fleiri og fleiri varpa henni upp og bregðast við í tengslum við sitt eigið neyslumynstur. Jennifer Grace Smith útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun árið 2014 og fékkst einmitt við þetta viðfangsefni í lokaritgerð sinni.

Meira