Sjálfboðaliðar í málvísindarannsókn

Fyrir hönd málvísindaprófessorsins Dr. Nicole Déhe frá Háskólanum í Konstanz við Bodenvatn leitar Háskólasetrið að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í málvísindarannsókn.

Nicole Déhé fæst við talgreiningu og er gert ráð fyrir að sjálfboðaliðarnir spili spil sem krefst samtals og verður tal þeirra tekið upp á meðan og greint síðar.

Nicole Déhé hefur áður framkvæmt málvísindarannsóknir með íslenskum samstarfsaðilum. Hún dvaldi einnig á Ísafirði í sumar á sumarnámskeiði í íslensku hjá Háskólasetri, hún skrifar og skilur íslensku ágætlega. Nichole Déhé dvelur um þessar mundir á Íslandi í rannsóknarmisseri.

Sjálfboðaliðarnir eiga að hafa íslensku að móðurmáli og þurfa að reikna með að spila og spjalla saman í um hálftíma. Þessi rannsókn er því ekki sársaukafull. Heitt er á könnunni og ekta lebkuchen í boði.


Tími: daglaga í næstu viku, 09.12.13-13.12.13. Áhugasamir hafi samband við móttöku Háskólaseturs og láti vita hvaða tími þeim hentar: 450 3040 eða reception@UWestfjords.is.


Þar sem gjarnan þarf nokkuð marga þátttakendur í tungumálarannsóknum væri velkomið að áhugasamir hefðu samband sem fyrst.

Ráðstefna um hafsbotn og lífríki hans

Árleg ráðstefna Hafrannsóknastofnunar um lífríki hafsins og umhverfi þess, verður haldin 25. febrúar 2014. Að þessu sinni verður efni ráðstefnunnar "Hafsbotn og lífríki á botninum". Fjallað verður um rannsóknir á hafsbotninum við Ísland, um lífverur botnsins og tengsl þeirra við hann og sjóinn umhverfis. Hafrannsóknastofnun hvetur alla sem fást við rannsóknir á sjávarbotni og lífverum hans til að kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni. Ráðstefnan verður í fyrirlestrasal stofnunarinnar, Skúlagötu 4 og er öllum opin.

Norðurslóðadagurinn

Smvinnunefnd um málefni norðurslóða býður til opins Norðurslóðadags í húsnæði Hafrannsóknarstofnunar, Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, ráðstefnusal 1. hæð fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 09:00 – 17:30.

Frumgreinanám við Háskólann í Reykjavík

Búið er að opna fyrir umsóknir um frumgreinanám HR á vorönn. Umsóknarfrestur er til 5. desember.
Nemendur sem hefja nám á 1. önn frumgreinanámsins í fjarnámi er kennt af kennurum Háskólaseturs Vestfjarða, en frá árinu 2008 hefur verið samstarf um kennslu á milli Frumgreinadeildar HR og Háskólaseturs

Á flekamótum

Laugardaginn 26. október standa DKG konur á norðanverðum Vestfjörðum fyrir ráðstefnu um skil milli hinna ólíku viðfangsefna sem manneskjan vinnur að á ævi sinni. Ráðstefnan sem verður haldin í Háskólasetri Vestfjarða er öllum opin en þátttakendur beðnir um að skrá sig á netfangið jonabene@gmail.com
Eldri færslur