Rýnihópar: Ísland, Asía og norðurslóðir

Eftir aldamót, og þá sérstaklega í kjölfar fjármálakreppunnar 2008, hafa íslenska ríkið og fyrirtæki hérlendis leitast við að styrkja tengsl við ríki Asíu til að efla hagvöxt og styrkja sókn sína á norðurslóðir. Hinsvegar er lítið vitað um hvað Íslendingum finnst almennt um þessa viðleitni og hvernig þessi tengsl gætu breytt íslensku samfélagi. Alþjóðlegt teymi rannsakenda frá Háskólanaum í Singapore, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Lapplandi og Háskólasetri Vestfjarða bjóða til rýnihópa um allt land til að fræðast um skoðanir almennings á eflingu pólitískra, hagrænna og vísindatengsla við lönd Asíu.

Rafbílavæðing, fólk og stefnumótun stjórnvalda

Mánudaginn 18. ágúst flytur Dr. John Axsen fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um möguleika rafbíla í framtíðinni. Fyrirlesturinn fer fram á ensku kl. 12:10-13:00 en einnig verður boðið upp á umræður og fyrirspurnir frá 13:00-14:00.

Hreinsun plasts úr heimshöfunum

Þann 24. september fer fram alþjóðleg ráðstefna í Hörpu á vegum Umhverfisstofnunar undir yfirskriftinni „Vertu með í að hreinsa plastið úr heimshöfunum“. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Okkur vantar gestgjafa fyrir erlenda námsmenn!

Í næsta mánuði á Háskólasetrið von á hópi af bandarískum háskólanemum sem mun dvelja hér 20. júní – 4. júlí. Þessum ungmennum er boðin gisting í heimahúsum og eru nokkrar fjölskyldur búnar að gefa kost á sér í þetta skemmtilega verkefni. 

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fer fram laugardaginn 17. maí næstkomandi. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn fer fram í Háskólasetrinu, Suðurgötu 12, Ísafirði. Fundurinn er opinn almenningi og eru vinir og velunnarar Háskólasetursins hvattir til að sækja fundin.
Eldri færslur