Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna minnir á að frestur til að sækja um styrki fyrir sumarið 2008 rennur út 10. mars n.k.

 

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunar­verkefnum sem stuðla að nýsköpun og auknum tengslum atvinnulífs, stofnana og háskóla

 

Styrkir skulu veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja. Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein. Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna. Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna. Stjórn er heimilt að veita forgang verkefnum taki fyrirtæki eða aðrir aðilar þátt í kostnaði.

 

Námsmenn og leiðbeinendur eru hvattir til að sækja um á heimasíðu sjóðsins www.nsn.is auk þess sem nánari upplýsingar um styrkina er þar að finna.

 

Bókaðu hjá þér 10. mars !

 

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Veffang: www.nsn.is

Netfang: nyskopun@hi.is

Sími: 5700888 Bréfsími: 5700890

 

Umsóknarfrestur í nám við Háskólasetur Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða hefur hafið móttöku á umsóknum um frumgreinanám fyrir haustönn 2008.  Umsóknarfrestur er 10. júní.

 

 

Einnig er nú tekið við umsóknum um nám í haf- og strandsvæðastjórnun.  Umsóknarfrestur er til 5. júní.

Umsóknarfrestur sjóða

Nú styttist í að umsóknarfrestur hjá hinum ýmsu erlendu sjóðum renni út, þar á meðal Erasmus, Nordplus og fleiri sjóðum. Algengt er að umsóknarfrestur renni út í febrúar og mars næstkomandi og því er mjög mikilvægt að hefja umsóknarferlið sem fyrst.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Arnfjörð sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Háskólasetri Vestfjarða: arnfjord@hsvest.is sími 450 3043 og GSM 864 9737.

Opin ráðstefna um rannsóknir á þorski 25. og 26. janúar

Hafrannsóknastofnunin mun halda opna ráðstefnu um rannsóknir á þorski á Íslandsmiðum dagana 25. og 26. janúar 2008, í bíósal á Icelandair Hótel LOFTLEIÐUM. Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu þekkingar á líffræði og stofnvistfræði þorsks á Íslandsmiðum. Gert er ráð fyrir að hvert erindi á ráðstefnuninni verði tuttugu mínútur að meðtöldum tíma til umræðna. Gefinn er kostur á að flytja erindi á íslensku eða ensku og verða þau túlkuð á ensku eða íslensku eftir þörfum.

Einnig verður gefinn kostur á að kynna  rannsóknir á veggspjöldum. Þeim sem vilja kynna rannsóknir sínar á  ráðstefnunni er bent á að senda inn titil á erindi eða veggspjaldi fyrir  10. desember 2007. Ágrip af erindi eða veggspjaldi þarf síðan að senda  fyrir 1. janúar 2008. Ágrip erinda og veggspjalda verða prentuð í bæklingi  fyrir ráðstefnuna. Titla og ágrip ásamt nafni/nöfnum höfunda þarf að senda  í tölvupósti á hafro@hafro.is og merkja það vandlega ÞORSKRÁÐSTEFNA.  Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.hafro.is/radstefna.

Opin bók í Edinborgarhúsinu

Bókmenntakynningin Opin bók verður haldin í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu kl. 16 laugardaginn 24. nóvember. Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræðingur flytur erindi um jólabókaflóðið og rithöfundarnir Einar Kárason, Jón Kalman Stefánsson, Ólína Þorvarðardóttir og Þráinn Bertelsson lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Eldri færslur