Styrkir til náms í Frakklandi

Menningar- og vísindadeild sendiráðs Frakklands á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki fyrir skólaárið
2008-2009. Styrkurinn, sem miðast við tvær annir, er einkum ætlaður masters- og doktorsnemum. Nemendur í öllum námsgreinum, einnig þeim sem kenndar eru á ensku, geta sótt um.

Í styrknum er innifalið:
mánaðarleg greiðsla til hluta af framfærslu einn flugmiði milli Íslands og Frakklands á skólaári niðurfelling skólagjalda í ríkisreknum háskóla fyrirgreiðsla varðandi húsnæði (hærri húsaleigubætur) og hjálp varðandi stjórnsýslu

 

Tryggingar: nemendur eru skráðir í sjúkrasamlag nemenda í Frakklandi og fá alla heilbrigðisþjónustu niðurgreidda
menningarviðburðir skipulagðir af CROUS (miðstöð háskóla í Frakklandi).

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá menningar- og vísindadeild franska sendiráðsins:
Túngötu 22
P.O. Box 1750
101 Reykavík
Sími: 575 9603
renaud.durville@diplomatie.gouv.fr / rosa.davidsdottir@diplomatie.gouv.fr

 

Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 2. maí 2008

 

Auglýsing um styrk úr minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

Styrkurinn er til verkefnis sem varðar íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkurinn er ætlaður til að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérstaklega íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Hámarksfjárhæð er kr. 500.000.

Styrkurinn er veittur einu sinni á ári.

Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 1. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.
Nánar á http://www.asi.is

 

 

Rannsóknarnámssjóður Rannís

Til þeirra sem eru í rannsóknatengdu framhaldsnámi:

Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skal tilhögun þess uppfylla Viðmið um æðri menntun og prófgráður, sem menntamálaráðuneytið gefur út, en fer að öðru leyti eftir lögum um háskóla, nr. 63/2006, reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Doktorsnemar geta sótt um styrk til allt að þriggja ára en
meistaranemar geta sótt um styrk til vinnu að meistaraverkefni í allt að 12 mánuði. Rannsóknarverkefni skal að minnsta kosti vera 30e (ECTS). Við mat á umsóknum er vísindalegt gildi rannsóknarverkefnisins lagt til grundvallar, auk árangurs umsækjanda í námi og rannsóknum og virkni leiðbeinanda.
Umsóknarfrestur rennur út 14. mars.
Sjá nánar á heimasíðu sjóðsins:
http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknarnamssjodur/

 

 

 

Styrkir Þróunarsamvinnustofnunar

Minni á að umsóknarfrestur um styrki Þróunarsamvinnustofnunar fyrir meistara- og doktorsnema rennur út 17. mars n.k.

Nánari upplýsingar á: http://www.rthj.hi.is/page/throunarsamvinnustofnun

 

 

Styrkir til umhverfis- og orkurannsókna

100 milljónir til umhverfis- og orkurannsókna

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur öðru sinni. Á meðal þeirra verkefna sem sérstaklega er óskað rannsókna á eru umhverfisáhrif lýsingar, áhrif verðurfarsbreytinga á starfsemi veitna og lestarsamgöngur.  Sjóðurinn var stofnaður síðla árs 2006 af Orkuveitu Reykjavíkur og háskólunum sjö á veitusvæðu fyrirtækisins. Fyrst var úthlutað úr honum í fyrra og nutu þá 40 rannsóknarverkefni, stór og smá, styrks. Stærsta einstaka verkefnið sem styrkt var 2007 var alþjóðlegt kolefnisbindingarverkefni, sem nú stendur yfir við Hellisheiðarvirkjun.

Styrkjum er skipt í tvo flokka; opinn flokk, þar sem hugmyndaflug vísindafólksins ræður viðfangsefninnu, og lokaðan flokk, þar sem sjóðsstjórnin skilgreinir viðfangsefni. Í ár óskar sjóðirnn eftir rannsóknum á 14 viðfangsefnum.

Sjóðurinn hefur sérstakan vef á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is/uoor og er á honum allar nánari upplýsingar að finna auk umsóknarsíðna. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Eldri færslur