Vísindaport fellur niður föstudaginn 8. apríl
Föstudaginn 8. apríl og laugardaginn 9. apríl fer fram ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði í Háskólasetri Vestfjarða. Af þeim sökum fellur Vísindaport niður þessa vikuna en við hvetjum fólk til að kynna sér þá fjölbreyttu fyrirlestra sem í boði eru á ráðstefnunni. Á heimasíðu hennar má nálgast allar frekari upplýsingar um dagskrá.