föstudagur 4. október 2013

Viltu læra á leitir.is?

Leitir.is er vefur sem veitir upplýsingar um bækur, hljóðbækur, rafbækur, tímarit, tímaritsgreinar, ljósmyndir, myndefni, tónlist, hljóðrit, nótur, skýrslur og lokaverkefni háskólanema. Hluti gagnanna er í rafrænum aðgangi.

Leitir.is sameinar mörg gagnasöfn en í mjög grófum dráttum má segja að leitir.is sé leitargátt sem sameinar gegnir.is og hvar.is. Stefnt er að því að leitir.is taki við sem leitargátt fyrir þessar aðalgagnaveitur rannsókna- og háskólasamfélagsins. Það er mjög misjafnt hvernig aðgengi er að rafrænu efni og þess vegna er mikilvægt að miðla upplýsingum þess efnis.

Starfsmenn Landskerfis bókasafna bjóða starfsfólki og nemendum sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða og öðrum áhugasömum upp á kynningu á leitir.is föstudaginn 11. október 2013 kl. 9.30 – 10:30 í Háskólasetrinu.

Á dagskrá kynningarinnar er:
   • Leitir.is almennt
   • Hvaða gögn eru í leitir.is
   • Aðgangur að rafrænu efni
      o Hvar.is (Landsaðgangur um rafrænar tímaritaáskriftir og gagnasöfn)
      o Séráskriftir háskólanna
          Innskráning
          VPN-tenging
      o Önnur gagnasöfn
   • Meðferð heimilda
      o Rafræn hilla
      o Heimildarforrit
   • Efnisorð notenda
   • Vista leit og árvekniþjónusta
   • Ábendingar