Viltu hýsa erlendan háskólanema í tvær vikur í sumar?
Hóp bandarískra háskólanema vantar gistingu hjá fjölskyldum hér á svæðinu og er því leitað að fólki sem vilja opna heimili sín fyrir þessum ungmennum og bjóða þeim að vera eins og hver annar fjölskyldumeðlimur. Það er t.d. upplagt fyrir fjölskyldur sem eru að velta því fyrir sér að taka að sér skiptinema að gefa kost á sér í þetta skemmtilega verkefni.
Í júní n.k. er von á hópi nemenda á vegum vettvangsskóla School for International Training (SIT) sem er háskóli í Vermont í Bandaríkjunum. Háskólasetrið er samstarfsaðili SIT og nemendahópurinn mun dvelja samtals sjö vikur hér á landi en hingað koma þeir til að sitja námsáfanga í endurnýjanlegri orku og umhverfishagfræði. Námið fer að mestu fram hér á norðanverðum Vestfjörðum og í Reykjavík.
SIT skólinn sendir hópa um heim allan og eru samskipti við heimamenn, að kynnast landi, þjóð og tungu á hverjum stað álitinn mikilvægur þáttur í náminu. Því er nemendum boðið að gista í heimahúsum í tvær vikur og
Heimagisting hefur verið í boði hér á svæðinu undanfarin tvö sumur og hafa nemendurnir fengið gistingu hjá fjölskyldum ýmist á Ísafirði, í Hnífsdal eða í Bolungarvík og hefur verið mikil ánægja meðal fjölskyldna sem og gesta þeirra. Hér má sjá frétt um hóp ársins 2013 ásamt myndum.
Tímabilið sem um ræðir í ár er 20. júní- 4.júlí. Hver gestgjafafjölskylda fær greitt fyrir að taka þátt. Gesturinn þarf helst að fá sér herbergiog hann/hún þarf að fá morgun- og kvöldmat virka daga, en allar máltíðir um helgar. Einn eða í mesta lagi tveir nemendur gisti á sama heimili.
Þriðjudaginn 22.apríl kl 18:00 verður kynningarfundur í Háskólasetrinu. Astrid Fehling fagstjóri námsins sýnir myndir frá síðasta sumri, kynnir fyrirkomulagið og stendur fyrir svörum. Astrid er fyrrverandi nemandi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og s.l. sumar var hún sjálf í hlutverki aðstoðarmanns SIT hópsins. Með henni á fundinum verður Pernilla Rein verkefnastjóri Háskólaseturs sem verður Astrid innan handar í sumar.
Frekari upplýsingar veitir Pernilla Rein verkefnastjóri, pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044450-3044 (kl. 8.30-12).