mánudagur 24. ágúst 2020

Viðbúnaður og upplýsingar vegna Covid 19 uppfært 18.08.2020

Kennsla og umgengni

Frá og með 14. ágúst tóku í gildi nýjar reglur um takmarkanir á samkomuhaldi vegna farsóttar. Rík áhersla er lögð á smitvarnir við nemendur og aðra sem nýta sér húsnæði Háskólasetursins. Þar með talið handþvott, sprittun og almenna aðgæslu.

Áhersla er einnig lögð á að nemendur og aðrir haldi sig mest í þeim rýmum sem þá varðar í húsinu til að takmarka umgang sem mest.

Í kennslu er nálægðartakmörkunum sem gilda í framhalds- og háskólum (1 meter) fylgt og almennum nálægðartakmörkunum sé því viðkomið (2 metrar).

Að forðast smit og hvað skal gera ef einkenni koma upp

Allir sem nýta sér húsnæði Háskólaseturs þurfa að fylgja leiðbeiningum um hvernig best megi forðast smit sem finna má á vefnum covid.is. Í því sambandi er einnig vísað til Samfélagssáttmála.

Komur til landsins

Nýjar reglur um komur til landsins snerta Háskólasetrið einnig og er þeim sem það varðar vísað á leiðbeiningar um ferðalög á vefnum covid.is.

Nánari upplýsingar:

Vefsíða Embættis landlæknis

Upplýsingasíða um Covid-19 á Íslandi