Viðbúnaður og upplýsingar vegna Covid 19
Uppfært 31.07.2020
Hertar reglur sem tóku gildi í dag, 31.07.2020, snerta starfsemi Háskólaseturs aðallega varðandi tveggja-metra reglu og varðandi útvikkunar heimkomusmitgáttar til fleiri hópa.
Háskólasetrið er búið að taka til leigu sal TÍ fyrir eitt námskeið og getur ella uppfyllt tveggja-metra reglu vel í eigin húsnæði m.v. fyrirsjáanlegan nemendafjölda. Þetta á við sumarnámskeið, próf og próflestur. Ef annað kæmi í ljós þarf að aðlaga aðgang eða nýtingu húsnæðis.
Starfsemi í byrjun ágúst takmarkast að miklu leyti til sumarnámskeiða. Reglurnar nýju eru í gildi í tvær vikur til að byrja með. Vænta má frekari upplýsingar um miðjan ágústmánuð.
Nánari upplýsingar: