mánudagur 4. maí 2020

Viðbúnaður og upplýsingar vegna Covid 19

Uppfært 04.05.2020 kl. 9:00

Í ljósi tilslökunar á reglum um samkomubann á Norðaverðum Vestfjörðum mun Háskólasetrið opna á ný fyrir nemendum þann 4. maí. Eftirfarandi reglur taka gildi frá og með þeirri dagsetningu og til 11. maí þegar vænta má að svæðið fylgi reglum á landsvísu.

  • Nemendur frá aðganga að Háskólasetrinu á ný en hópastærð þarf að vera undir 20 manns og mikilvægt er að virða tveggja metra regluna.
  • Fjarnemum eru velkomnir að nota Háskólasetrið til að læra undir próf með þeim takmörkunum þó að halda þarf tveggja metra fjarlægð frá hvoru öðrum. Háskólasetrið mun raða upp borðum í nýrri lesaðstöðu með góðu millibili og bæta við lesplássum ef þörf er á. Nemendur virði fjarlægðareglu og hreinlætisreglur.
  • Kennsla í meistaranámi verður áfram í formi fjarnáms og helst það út vorönn og sumarönn.
  • Móttaka Háskólaseturs verður opin frá kl. 9:00 til 16:00 í vikunni
  • Hluti af starfsfólki Háskólaseturs vinnur áfram að heiman. Nemendum og öðrum er sem fyrr velkomið að hafa samband við starfsfólk í gegnum tölvupóst eða síma.

Nemendur og starfsfólk Háskólaseturs Vestfjarða eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á upplýsingavefnum www.covid.is. Þar er einnig að finna spurningar og svör um sjúkdómseinkenni og annað varðandi kórónaveiruna og COVID-19.

Nánari upplýsingar:

Vefsíða Embættis landlæknis

Upplýsingasíða um Covid-19 á Íslandi