Viðbúnaður og upplýsingar vegna Covid 19
Uppfært 14.03.2020 kl. 18:30
Þann 13.03.2020 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis og í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra, að takmarka skólastarf tímabundið.
Markmiðið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.
Þótt Háskólasetur Vestfjarða sé mjög lítil stofnun og að enn sem komið er séu engin tilfelli COVID-19 á Vestfjörðum, gilda tilmælin fyrir allt háskólastigið. Þetta hefur eftirfarandi í för með sér:
Frá og með mánudeginum, 16.03.2020 til 12.04.2020 verður allri kennslu og öðrum samskiptum við nemendur hagað þannig að enginn þarf að mæta í skólabygginguna. Staðbundinni kennslu verður breytt í fjarkennslu sem nemendur geta sótt að heiman. Þjónusta við nemendur verður veitt í gegnum tölvupóst eða síma.
Starfsmenn munu geta unnið að heiman, en verða aðgengilegir í gegnum tölvupóst og síma. Símtöl í vinnusíma verða áframsend í farsíma. Þegar haft er samband símleiðis er óskað eftir því að tillit sé tekið til venjulegs skrifstofutíma ef ekki er um neyðartilfelli að ræða.
Háskólasetrið er ekki eina stofnunin í Vestra-húsinu. Móttaka Háskólaseturs þjónustar margar stofnanir í husinu. Engu að síður munum við draga saman þjónustuna á næstu fjórum vikum. Móttökuritarar munu taka vaktir til skiptis. Móttakan verður opin á virkum dögum frá kl. 09 til kl. 13. Umfram þann tíma verður byggingin lokuð og aðeins aðgengileg þeim sem eru með lykil.
Þeir sem eru með lykil að Vestra-húsinu og með starfsstöð þar mega halda áfram að vinna á sinni vinnustöð ef þeir svo kjósa, en verða að tryggja að markmiðunum með takmörkun skólastarfs og samkomubanns sé fylgt. Aðgangur að byggingunni er takamarkaður við þennan þrönga hóp. Móttaka gesta verður ekki leyfilegt. Byggingarframkvæmdir sem eru í gangi munu halda áfram.
Á tímum eins og þessum er ekki ólíklegt að nemendur finna fyrir aukinni þörf fyrir náms- og starfsráðgjöf. Margrét er náms- og starfsráðgjafi og verður hægt að ná í hana eftir sem áður í gegnum síma eða netpóst.
Nemendur, kennarar og samstarfsmenn eru hvattir að hafa samband ef eitthvað bjátar á. Með minni samgangi er þeim mun mikilvægara að við verðum áfram í sambandi og vitum af hvert af öðru.
Nánari upplýsingar: