þriðjudagur 12. október 2021

Verkefnastjóri - Laust starf

Háskólasetur Vestfjarða leitar að verkefnastjóra í 50% starf. Verkefnastjórinn mun vinna í litlu teymi en þarf að geta unnið sjálfstætt á sínu sviði. Verkefnastjórinn hefur umsjón með fjölbreyttum verkefnum innan Háskólaseturs. Hann skipuleggir nemendaferðir og nemendaheimsóknir, sinnir textaskrifum og heldur utan um ráðstefnur og aðrar uppákomur hjá Háskólasetrinu. Verkefnastjórinn vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að taka þátt í þróun og uppbyggingu Háskólasetursins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni
  • Innsæi og metnaður í starfi
  • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi

 

Verkefnastjóri þarf að geta hafið störf snemma árs 2022. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is.

Umsóknir (kynnningarbréf og ferilskrá), sendist á Háskólasetur Vestfjarða eða í tölvupósti á weiss@uw.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2021.