föstudagur 26. mars 2010

Úthlutun styrkja úr Þróunarsjóði innflytjendamála 2009

Styrkjum úr þróunarsjóði innflytjendamála hefur nú verið úthlutað fyrir árið 2009. Að þessu sinni var sótt um fyrir 40 verkefni, en 16 fengu úthlutað, samtals um 9.445.000 króna. Fyrir frekari upplýsingar um styrkþega og verkefni sjá fréttatilkynningu um úthlutun á vef félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Hér á vef Háskólaseturs Vestfjarða má einnig finna upplýsingar um sjóðinn, en háskólasetrið hefur frá upphafi annast umsýslu fyrir hönd ráðuneytisins. Sjá Þróunarsjóður Innflytjendamála, vinstra megin á síðunni, undir Um Háskólasetur.