þriðjudagur 23. mars 2010

Uppeldisstöðvar þorskseiða

Fimmtudaginn 25. mars næstkomandi kl.12.15 - 12.45 flytur Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Bolungarvík erindi undir yfirskriftinni „Uppeldisstöðvar þorskseiða". Erindið er liður í röðum fræðsluerinda Samtaka náttúrustofa sem fram hafa farið í allan vetur.

Erindið fer fram í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Bolungarvík en er jafnframt aðgengilegt í gegnum fjarfundarbúnað, þar á meðal í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.