föstudagur 7. mars 2008

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna minnir á að frestur til að sækja um styrki fyrir sumarið 2008 rennur út 10. mars n.k.

 

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunar­verkefnum sem stuðla að nýsköpun og auknum tengslum atvinnulífs, stofnana og háskóla

 

Styrkir skulu veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja. Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein. Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna. Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna. Stjórn er heimilt að veita forgang verkefnum taki fyrirtæki eða aðrir aðilar þátt í kostnaði.

 

Námsmenn og leiðbeinendur eru hvattir til að sækja um á heimasíðu sjóðsins www.nsn.is auk þess sem nánari upplýsingar um styrkina er þar að finna.

 

Bókaðu hjá þér 10. mars !

 

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Veffang: www.nsn.is

Netfang: nyskopun@hi.is

Sími: 5700888 Bréfsími: 5700890