föstudagur 25. september 2009

Umhverfisþing

Dagana 9. og 10. október næstkomandi stendur umhverfisráðuneytið fyrir Umhverfisþingi. Meginefni þingsins að þessu sinn verður sjálfbær þróun. Ný skýrsla umhverfisráðherra um umhverfi og auðlindir verður kynnt auk draga að nýjum áherslum í stefnumótun stjórnvalda um sjálfbæra þróun.

Þátttakendur þurfa að skrá sig á vefsíðu umhverfisráðuneytisins eða í síma 545-8600 eigi síðar en 2. Október næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar um þingið má nálgast á vef umhverfisráðuneytisins.