fimmtudagur 7. mars 2013

Umhverfismengun á Íslandi

Önnur ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldin föstudaginn 22. mars 2013 í Nauthól, Reykjavík.

Áhersla verður lögð á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó.

Nánari upplýsingar:
Aðgangur er ókeypis en þar sem sætafjöldi er takmarkaður er mikilvægt að skrá þátttöku. Vinsamlegast sendið nafn, fyrirtæki og tölvupóstfang á umhverfi(at)matis.is. Síðasti skráningadagur er 20. mars 2013.

Ráðstefnuriti verður ekki dreift á staðnum heldur má nálgast rafræna útgáfu til útprentunar hér á síðunni innan örfárra daga.

Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðu Matís.