þriðjudagur 14. október 2014

Tvö laus störf hjá Háskólasetrinu

Hjá Háskólasetri Vestfjarða eru nú tvö laus störf til umsóknar. Annarsvegar er um að ræða 25% starf verkefnastjóra og hinsvegar umsjón með málstofu í ritgerðasmíði (Writing Centre). Nánari upplýsingar um störfin má nálgast hér að neðan. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 23. október 2014. Upplýsingar um störfin veitir Peter Weiss forstöðumaður í síma 450 3045. Umsóknir sendist á weiss@uwestfjords.is.

Starfslýsingarnar eru aðgengilegar hér að neðan en einnig í pdf formi hér.

Verkefnastjóri

Háskólasetur Vestfjarða leitar að verkefnastjóra í 25% starf. Staðan er tímabundin til eins árs með möguleika á framlengingu.

Verkefnastjórinn sinnir textaskrifum og vinnu við vefsíðu og heldur utan um ráðstefnur og aðrar uppákomur hjá Háskólasetrinu.
Verkefnastjórinn tekur þátt í þróunarstarfi Háskólaseturs, hann mun vinna í litlu teymi en þarf að geta unnið sjálfstætt á sínu sviði.


Starfssvið

 • Textaskrif, m.a. í sambandi við uppfærslu vefsíðu
 • Utanumhald með ráðstefnum og öðrum uppákomum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Innsæi og metnaður í starfi


Umsjónarmaður málstofu í ritgerðasmíði (Writing Centre)

Háskólasetur Vestfjarða leitar að umsjónarmanni fyrir málstofu í ritgerðasmíði (Writing Centre) í 5% starf. Hægt er að gera verkefnasamning um samsvarandi tímafjölda. Staðan er tímabundin til 31.07.2015.


Umsjónarmaðurinn leiðbeinir nemendum í meistaranámi við ritgerðarskrif á ensku, bæði varðandi málfar og uppbyggingu rannsóknarritgerða. Umsjónarmaðurinn þarf að geta unnið sjálfstætt og verður að vera nokkuð sveigjanlegur varðandi vinnutímann.


Starfssvið

 • Umsjón með málstofu í ritgerðasmíði (Writing Centre)

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistaragráða. Umsókninni fylgi skrá yfir birtingar.
 • Skilningur á mismunandi rannnsóknaraðferðum
 • Sérlega góð og sérhæfð kunnátta í ensku (English for academic purposes)
 • Reynsla af því að læra annað tungumál eða að skrifa/birta á öðru tungumáli
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Metnaður í starfi


Upplýsingar um störfin veitir Peter Weiss forstöðumaður í síma 450 3045.


Umsóknarfrestur er til og með 23.10.2014

Umsóknir sendist á weiss@uwestfjords.is