föstudagur 14. janúar 2011

Tilboð óskast í gistingu sumarið 2011

Háskólasetrið gerir ráð fyrir að halda aftur þriggja vikna íslenskunámskeið fyrir erlenda skiptinema á vegum Erasmus-/Nordplus-áætlananna í ágúst 2011. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og háð styrkjum frá Nordplus-/Erasmus áætlununum.

Námskeiðið hefur verið haldið undanfarin sumur í góðu samstarfi við Hótel Núp. Gert er ráð fyrir að námskeiðið verði að hluta til samkennt með öðrum sumarnámskeiðum Háskólasetursins.

Hér með er gististöðum á Vestfjörðum gefið tækifæri til að gera tilboð í gistingu, mat og e.t.v. kennslurými fyrir þetta námskeið.

Magntölur:

Tími: 01.08.2011 til 20.08.2011, 19 nætur
Fjöldi: 80 manns, uppbúin rúm
Aðgang að eldhúsi og/eða matur í boði
Þráðlaust netsamband (sem getur staðið undir notkun nokkurra tuga tölva)
Kennsluhúsnæði fyrir 80 manns, ef mögulegt er
Gisting fyrir 2-3 kennara, gjarnan aðskilin frá nemendagistingu með aðgengi að eldhúsi og/eða matur í boði

 

Öll tilboð verða skoðuð, annarsvegar með tilliti til heildarkostnaðar fyrir námsmenn og Háskólasetrið og hinsvegar með hliðsjón af því hvort gæði aðstöðunnar stuðli að fyrirtaks kennslu og utanumhaldi.

 

Frekari upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður í síma 450 3045 eða weiss@UWestfjords.is.
Tilboðin sendist Háskólasetri, b.t. Peter Weiss forstöðumanns, fyrir 21.01.2011