miðvikudagur 6. október 2010

Tilboð óskast í gistingu sumarið 2011

Háskólasetur Vestfjarða mun árið 2011 halda nokkur íslenskunámskeið á Ísafirði og leitar nú eftir sérstökum kjörum á gistingu. Leitað er eftir kjörum á gistingu fyrir námsmenn í eins til tveggja manna herbergjum með aðgang að eldurnaraðstöðu vegna eftirfarandi námskeiða:

 

Þriggja vikna námskeið í íslensku 01. 08. - 18. 08. 2011

Íslenska á einni viku 03. 01. - 08. 01. 2011 and 21.08. - 26. 08. 2011

Íslenska fyrir lengra komna 21.08. - 26. 08. 2011

Gísla saga og forníslenska 28. 08. - 02. 09. 2011


Tilboðin þurfa að hafa borist Peter Weiss, forstðumanni Háskólaseturs fyrir 15. okt. 2010. Nánari upplýsingar veitir Heiðrún Tryggvadótttir verkefnisstjóri í síma 849 8815.