fimmtudagur 2. október 2014

Tilboð í gistingu skiptistúdenta ágúst 2015

Íslenskunámskeið fyrir skiptistúdenta • ágúst 2015 • tilboð í gistingu


Háskólasetrið gerir ráð fyrir að halda aftur þriggja vikna íslenskunámskeið fyrir erlenda skiptistúdenta í ágúst 2015. Námskeiðið hefur verið haldið í samstarfi við Alþjóðaskrifstofu háskóla¬stigsins allt til ársins 2013 en frá 2014 hélt Háskólasetrið námskeiðin án styrkja frá Erasmus- og Nordplus menntaáætlun. Fjöldi þátttakenda er þar af leiðandi ófyrirsjáanlegri en hann hefur áður verið.

Námskeiðið hefur verið haldið undanfarin sumur í góðu samstarfi við Hótel Núp. Gert er ráð fyrir að nám¬skeiðið verði að hluta til samkennt með öðrum sumarnámskeiðum Háskólasetursins.

Ef viðunandi tilboð fæst m.v. sambærilegar magntölur og tímasetningu (þrjár vikur frá verslunarmannahelgi), kemur til greina að gera samning til þriggja ára.

Hér með er beðið um tilboð í gistingu, mat, kennslurými og gistingu fyrir 2-3 kennara fyrir þetta námskeið:

a) m.v. eitt sumar, 2015
b) m.v. þrjú sumur, 2015, 2016 og 2017


Magntölur
Koma að mánudagskvöldi verslunarmannahelgar, 03.08.2015,
brottför að laugardagsmorgni 22.08.2015, samtals 19 nætur
Fjöldi: 50-80 manns, uppábúin rúm, þvottaaðstaða. Tilboði fylgi lýsing á gistiaðstöðu og fjölda nemenda per herbergi og fjölda nemenda per sturtu/klósett.
Aðgangur að eldhúsi og/eða matur í boði. Gert er ráð fyrir að það þurfi 13 sinnum hádegisverð, 14 sinnum (einfaldan) morgunmat og annars aðgangur að eldunaraðstöðu. Tilboði fylgi lýsingu á eldunaraðstöðu og fjölda nemenda per vask/eldavél/ísskáp.
Þráðlaust netsamband sem stendur undir notkun nokkurra tuga tölva í einu.
Aðgengi að sal og/eða almennu svæði fyrir hópavinnu, einstaklingsvinnu, samverustundum á kvöldin o.fl.

Valkvætt
Einfaldan kvöldmat tvisvar í viku til að minnka álag á eldunaraðstöðu eða aðgang að matsölustöðum.
Einfaldan kvöldmat á Icebreaker komukvöldi
Lokahóf fyrir 50-80 manns
3-4 kennslustofur fyrir allt að 20 háskólanemendur hver.
Gisting fyrir 2-3 kennara, gjarnan aðskilin frá nemendagistingu með aðgengi að eldhúsi og/eða matur í boði


Öll tilboð verða skoðuð, annarsvegar með tilliti til heildarkostnaðar fyrir námsmenn og Háskólasetrið m.v. hvað er innifalið í tilboðinu og hins¬vegar með hliðsjón af því hvort gæði aðstöðunnar stuðli að fyrirtaks kennslu, utanumhaldi og samveru fyrir nemendur utan kennslustunda. Valkvæðu atriðin þarf að vera hægt að uppfylla á viðkomandi stað, en Háskólasetrið gæti samið við aðra aðila um þau atriði, ef tilboðið nær ekki til þeirra, eða stuðst við aðstöðu í Háskólasetrinu.

Frekari upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@UWestfjords.is.

Tilboðin sendist Háskólasetri, b.t. Peter Weiss forstöðumanns, fyrir 15.10.2012