Tengslaráðstefna í Gdansk 1.-4. október 2008
Þróunarsjóðurinn var stofnaður þegar EES samningurinn var endurnýjaður árið 2004 og veitir styrki til Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Tékklands, Slóvakíu, Ungverjalands, Slóveníu, Kýpur, Möltu, Spánar, Portúgals, Grikklands, Búlgaríu og Rúmeníu. Íslenskar menntastofnanir hafa möguleika á samstarfi með menntastofnunum eða rannsóknarstofnunum þessara landa sem hafa sótt um styrk úr sjóðnum, og fengið þannig hlut af þeirra styrk. Einnig geta styrkirnir verið nýttir í gegnum samstarf sem nú þegar er fyrir hendi, s.s. gegnum tvíhliðasamninga eða Erasmus.
Kennarar og starfsfólk við íslenskar menntastofnanir, þ.e. grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og fullorðinsfræðslustofnanir, geta sótt um að taka þátt á ráðstefnunni. Þátttökugjald er ekkert og Þróunarsjóðurinn greiðir ferðakostnað og uppihald þátttakenda. Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa sett saman skemmtilega og spennandi dagskrá sem við hvetjum ykkur til að líta á.
Umsækjendur eru beðnir um að fylla út eyðublaðið á slóðinni www.ask.hi.is/page/efta og senda það til Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins fyrir 5. september 2008.