þriðjudagur 8. apríl 2008

Tengslanet IV - Völd til kvenna - Konur og réttlæti

Meðfylgjandi er dagskrá TENGSLANETS IV - Völd til kvenna - ráðstefnunnar sem haldin verður í fjórða sinn á Bifröst 29.-30. maí n.k. en skólinn fagnar 90 ára afmæli sínu í ár.

Dagskrá TENGSLANETS IV: http://www.bifrost.is/Files/Skra_0026657.pdf

Hægt er að skrá sig á heimasíðu skólans http://www.bifrost.is/default.asp?sid_id=36372&tId=1

 

Það stefnir í metþátttöku nú eins og síðast en TENGSLANET III árið 2006 var stærsta ráðstefnan sem haldin var í íslensku viðskiptalífi það árið með þátttöku um 400 kvenna. Nú þegar hafa hátt í tvö hundrað konur skráð sig enda gott að hafa allan varann á því gistirými er takmarkað. Á heimasíðu skólans má finna upplýsingar um gistingu á hótel Hamri, Reykholti,

Hraunsnefi, Hótel Borgarnesi, ensku húsunum og fleiri gististaði auk sumarbústaða, sem hægt er að fá leigða í nágrenni við skólann. Sonja Ýr Þorbergsdóttir svarar fyrirspurnum varðandi skráningar og gistingu en netfang hennar er sonjat@bifrost.is og gsm 661 2930.

 

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er KONUR OG RÉTTLÆTI, ekki síst í ljósi erindis aðalfyrirlesara ráðstefnunnar Judith Resnik prófessors við lagadeild Yale en hún var útnefnd fremsti fræðimaður á sviði lögfræði af bandarísku lögmannasamtökunum í ár. Fetar hún þar í fótspor Ruth Baider Ginsburg dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna og fleiri framúrskarandi fræðimanna á sviði lögfræði. Erindi Judith Resnik ber yfirskriftina  "Justice in Jeopardy".

Einnig flytur fyrirlestur Maud de Boer Buquicchio annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins en hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og eftirsóttur fyrirlesari í aðildarríkjum Evrópráðsins með sérþekkingu á jafnréttismálum og mannréttindum enda með nokkuð góða yfirsýn í 46 aðildarríkjum með 800 milljónir íbúa. Þá er fjöldi íslenskra kvenna af ýmsum sviðum samfélagsins með framsögur á Tengslanetinu eins og sjá má af dagskrá.

 

Verði er haldið í lágmarki og þátttaka er öllum opin!