mánudagur 22. apríl 2013

Taktu þátt í skemmtilegu verkefni!

Eins og við höfum verið að auglýsa undanfarið þá er von á hópi nemenda frá School for International Training (SIT) sem er háskóli í Vermont í Bandaríkjunum í sumar og er Háskólasetrið samstarfsaðili SIT hér á landi. SIT nemendurnir sitja hér námsáfanga um endurnýjanlega orkugjafa og fer hann fram aðallega hér á NV Vestfjörðum og í Reykjavík.

Kynning á landi og þjóð er einnig stór hluti af náminu og samskipti við heimamenn því mikilvæg. Hverjum nemanda er boðið að gista í heimahúsi í tvær vikur og erum við nu að leita að fjölskyldum sem vilja opna heimili sín fyrir þessi ungmenni. S.l. sumar var heimagisting í boði hér á NV Vestfjörðum og mikil ánægja var meðal fjölskyldna sem og gesta þeirra. Birt var frétt um þess reynslu hér á vefsíðu Háskólaseturs þar sem nokkrar fjölskyldur segja frá: „Lærdómsríkt og skemmtilegt að taka erlendan gest inn á heimilið".Tímabilið sem um ræðir er 16.- 30. júní 2013. Gesturinn þarf helst að fá sér herbergi ásamt morgun- og kvöldmat og greitt fyrir þessa þjónustu, en að öðru leyti er ætlast til þess að hann/hún fái að vera eins og einn í fjölskyldunni. Gestgjafar eru hvattir til að vera duglegir að tala íslensku við gestinn sinn og leyfi honum eð henni að taka þátt í leik sem heimilisstörfum.

 

Á morgun þriðjudaginn 23.apríl kl 18:00 verður haldinn kynningarfundur í Háskólasetrinu, þar sem fagstjóri námsins, Caitlin Wilson mun kynna verkefnið í máli og myndum. Með henni verða þau Alex Elliott og Astrid Fehling sem verða henni til aðstoðar í sumar. Alex og Astrid eru bæði fyrrverandi nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og erum við mjög ánægð að fá þau í þetta verkefni. Hvetjum alla sem hafa áhuga á taka þátt til að mæta og hitta aðra tilvonandi gestgjafa. Þetta verkefni er upplagt fyrir fólk sem er að spá í að taka að sér skiptinema.

 

Frekari upplýsingar veitir Pernilla Rein verkefnastjóri, pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044 (kl. 8-12).