mánudagur 9. júní 2008

Styrkur handa doktorsnemum og nýdoktorum

Norræna öndvegissetrið Norræna velferðarríkið - sögulegur grundvöllur og framtíðarverkefni (Nordwel) hefur auglýst styrki handa doktorsnemum og nýdoktorum sem fást við rannsóknir á sögu og samtíð velferðarríkisins. Styrkir eru veittir til rannsóknardvalar við einhvern af háskólunum sem eiga aðild að öndvegissetrinu og gilda um tímabilið 1. janúar 2009 til 30. júní 2010.

Umsóknarfrestur rennur út 16. júní 2008. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu öndvegissetursins, sjá
http://blogs.helsinki.fi/nord-wel/mobility/mobility-fellowships/call-for-applications/

 

Meginviðfangsefni rannsóknarsetursins eru fimm:

 

1. Trúmál, lútherska og norræna velferðarríkið
2. Norræna velferðarríkið: Borgararéttur og lýðræði
3. Þekkingarumhverfi: Þekking og félagslegir hagsmunir í norræna velferðarkerfinu
4. Gildakerfi og hugmyndir um lögmæti í norræna velferðarkerfinu
5. Vinnan og gildismat: vinnumarkaðurinn og velferðarríkið