mánudagur 14. desember 2009

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2009

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010 og er nánari upplýsingar að finna hér.

Tvisvar hefur áður verið úthlutað úr þróunarsjóði innflytjendamála, en hann var stofnaður árið 2007 af þáverandi félagsmálaráðherra. Háskólasetri Vestfjarða var falin umsýsla með sjóðnum og hefur sinnt því hlutverki síðan þá.

 

Fjölmörg verkefni af ýmsum toga hafa hlotið styrk úr sjóðnum, og má nefna þróun íslenskuspils, fordómafræðslu fyrir ungt fólk, sjálfsstyrkingarnámskeið, starfsþróunarnám og skráningu á bókum á pólsku. Einnig hafa ýmsar rannsóknir verið unnar með styrk úr sjóðnum, t.a.m. rannsóknir á fjölmiðlavenjum innflytjenda, um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á tímum samdráttar og samanburðarrannsókn á fjölmenningarlegum grunnskólum, svo fáein dæmi séu nefnd.

 

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar viðfangsefni verkefna þá eru samantektir að finna á www.hsvest.is undir Þróunarsjóður Innflytjendamála.