föstudagur 7. mars 2008

Styrkir til umhverfis- og orkurannsókna

100 milljónir til umhverfis- og orkurannsókna

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur öðru sinni. Á meðal þeirra verkefna sem sérstaklega er óskað rannsókna á eru umhverfisáhrif lýsingar, áhrif verðurfarsbreytinga á starfsemi veitna og lestarsamgöngur.  Sjóðurinn var stofnaður síðla árs 2006 af Orkuveitu Reykjavíkur og háskólunum sjö á veitusvæðu fyrirtækisins. Fyrst var úthlutað úr honum í fyrra og nutu þá 40 rannsóknarverkefni, stór og smá, styrks. Stærsta einstaka verkefnið sem styrkt var 2007 var alþjóðlegt kolefnisbindingarverkefni, sem nú stendur yfir við Hellisheiðarvirkjun.

Styrkjum er skipt í tvo flokka; opinn flokk, þar sem hugmyndaflug vísindafólksins ræður viðfangsefninnu, og lokaðan flokk, þar sem sjóðsstjórnin skilgreinir viðfangsefni. Í ár óskar sjóðirnn eftir rannsóknum á 14 viðfangsefnum.

Sjóðurinn hefur sérstakan vef á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is/uoor og er á honum allar nánari upplýsingar að finna auk umsóknarsíðna. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum um styrki úr sjóðnum.