föstudagur 4. september 2009

Styrkir til rannsókna og nýsköpunar í Vestur Barðastrandasýslu

Rannsókna- og nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu hefur það hlutverk að fjölga atvinnutækifærum með því að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastandasýslu. Sjóðurinn leggur áherslu á verkefni sem tengjast nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningu svæðisins. Sjóðurinn tekur að sér að úthluta fjárframlagi ríkisins, sem veitt var til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar þorskaflaheimilda til verkefnisins "Rannsóknir vegna eldis sjávardýra".

Úthlutað verður úr sjóðnum í september n.k. og er umsóknarfrestur 7. September. Umsóknum skal skila umsókn rafrænt á netfangið atvest@atvest.is merkt Styrkumsókn til R&N V-Barð, fyrir kl 17:00 7. september 2009 og senda síðan undirritaða umsókn til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Þekkingarsetrið Skor, Patreksfirði.

Allar nánari upplýsingar um úthlutunarreglur sjóðsins er að finna á heimasíðu Atvest: www.atvest.is.