Styrkir fyrir unga vísindamenn
Evrópska rannsóknaráðið hefur auglýst styrki fyrir unga vísindamenn (,,starting grants''). Að þessu sinni eru 295.762.000 evrur til skiptanna.
Upphæðin deilist niður á 3 svið, raunvísindi og verkfræði, félags- og hugvísindi og lífvísindi. Umsóknarfrestirnir eru:
Raunvísindi og verkfræði: 29. 10. 2008 kl. 17:00 að staðartíma í Brussel
Félags- og hugvísindi: 19. 11. 2008 ''
Lífvísindi: 12. 10. 2008 ''
Nánari upplýsingar ásamt leiðbeiningum um samningu umsóknar er að finna á heimasíðu CORDIS
http://cordis.europa.eu/fp7/dc/index.cfm?fuseaction=UserSite.FP7CallsPage&rs
Eftirtaldir starfsmenn Rannsóknaþjónustunnar gefa frekari upplýsingar:
Ásta Sif Erlingsdóttir astasif@hi.is
Sigorður Guðmundsson sigurdur@hi.is
Viðar Helgason vidarh@hi.is