miðvikudagur 14. október 2009

Styrkir Stofnunar Leifs Eiríkssonar

Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur ákveðið að veita 6 styrki til framhaldsnáms skólaárið 2010-11. Hver styrkur nemur allt að 25.000 bandaríkjadölum. Þetta verður í fjórða skiptið sem stofnunin veitir slíka styrki. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum á Íslandi til meistara- eða doktorsnáms í Bandaríkjunum og námsfólki við bandaríska háskóla til rannsóknarvinnu og framhaldsnáms við íslenska háskóla. Ekkert fræðasvið er undanskilið.

 

Umsóknarfresturinn er til 4. desember 2009. Meðmæli og önnur skrifleg gögn þurfa að berast fyrir 14. desember 2009.

 

Stjórn stofnunarinnar velur styrkþega.

 

Nánari upplýsingar um styrkina og einnig umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu stofnunarinnar. Þar er einnig að finna upplýsingar um styrkþega á undanförnum árum.

 

Umsóknir má senda rafrænt eða leggja inn á Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands.