Sjálfboðaliðar í málvísindarannsókn
Fyrir hönd málvísindaprófessorsins Dr. Nicole Déhe frá Háskólanum í Konstanz við Bodenvatn leitar Háskólasetrið að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í málvísindarannsókn.
Nicole Déhé fæst við talgreiningu og er gert ráð fyrir að sjálfboðaliðarnir spili spil sem krefst samtals og verður tal þeirra tekið upp á meðan og greint síðar.
Nicole Déhé hefur áður framkvæmt málvísindarannsóknir með íslenskum samstarfsaðilum. Hún dvaldi einnig á Ísafirði í sumar á sumarnámskeiði í íslensku hjá Háskólasetri, hún skrifar og skilur íslensku ágætlega. Nichole Déhé dvelur um þessar mundir á Íslandi í rannsóknarmisseri.
Sjálfboðaliðarnir eiga að hafa íslensku að móðurmáli og þurfa að reikna með að spila og spjalla saman í um hálftíma. Þessi rannsókn er því ekki sársaukafull. Heitt er á könnunni og ekta lebkuchen í boði.
Tími: daglaga í næstu viku, 09.12.13-13.12.13. Áhugasamir hafi samband við móttöku Háskólaseturs og láti vita hvaða tími þeim hentar: 450 3040 eða reception@UWestfjords.is.
Þar sem gjarnan þarf nokkuð marga þátttakendur í tungumálarannsóknum væri velkomið að áhugasamir hefðu samband sem fyrst.