þriðjudagur 21. febrúar 2012

Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis

Fimmtudaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 12:15-12:45 flytur Erpur Snær Hansen, líffræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, erindi sitt „Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis við Ísland og í Norðursjó". Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem Samtök náttúrustofa stendur að í vetur. Erindin eru opin öllum.

Erindi Erps Snæs verður varpað um fjarfundarbúnað í Háskólasetrinu. Á myndinni hér til hliðar má nálgast frekari upplýsingar um þá staði sem sýna frá erindum Samtaka náttúrustofa.