fimmtudagur 21. ágúst 2014

Rýnihópar: Ísland, Asía og norðurslóðir

Eftir aldamót, og þá sérstaklega í kjölfar fjármálakreppunnar 2008, hafa íslenska ríkið og fyrirtæki hérlendis leitast við að styrkja tengsl við ríki Asíu til að efla hagvöxt og styrkja sókn sína á norðurslóðir. Hinsvegar er lítið vitað um hvað Íslendingum finnst almennt um þessa viðleitni og hvernig þessi tengsl gætu breytt íslensku samfélagi.

Alþjóðlegt teymi rannsakenda frá Háskólanaum í Singapore, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Lapplandi og Háskólasetri Vestfjarða bjóða til rýnihópa um allt land til að fræðast um skoðanir almennings á eflingu pólitískra, hagrænna og vísindatengsla við lönd Asíu. Við mundum vilja bjóða þér að tjá þína skoðun í litlum hóp, en allt sem fram kemur mun verða liður í upplýsa opinbera stefnumótun og viðskiptaákvarðanir til framtíðar.

Jennifer Smith, Háskólasetri Vestfjarða og Jesse Hstings frá Háskólanum í Singapore munu stýra umræðum.

Klukkan hvað: kl. 17:30 - 18:30
Hvenær: Fimmtudaginn 4. september
Hvar: Háskólasetur Vestfjarða
Tungumál rýnihóps: Enska

Ef þú vilt taka þátt, vita meira eða ef þú hefur einhverjar spurningar vinsamlegast hafðu samband við Jennifer Smith með tölvupósti (jennifergracesmith@gmail.com) eða í síma (841-9427) fyrir 1. september.


Kaffiveitingar í boði.