Rúta milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar í tengslum við ráðstefnu
Aðsókn að byggðamálaráðstefnu sem Háskólasetur, Fjórðungssamband, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að, er ágæt, en um 60 manns hafa nú skráð sig. Áætlað er að hafa rútuferðir á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar í sambandi við ráðstefnuna.
Rútuferð er frá Ísafirði fimmtudaginn 18.09. kl. 17:30 og er þá komin á Patreksfjörð kl. 20:30
Rútan fer svo aftur frá Patreksfirði á laugardaginn 20.09. kl. 13:30 og er þá komin til Ísafjarðar kl. 16:30.
Skráning í rútuna er í síma 456 5006 eða info@wa.is.
Verð í rútuna fyrir báðar leiðir eru kr. 15.000-.
Rútan mun taka upp farþega í Önundarfirði og Dýrafirði, en mikilvægt er að skráning í rútuna liggi fyrir.
Heimamenn sem aðeins vilja hlýða á fyrirlestrana geta gert það án þess að greiða skráningargjald.
Ennþá er þó hægt að skrá sig á ráðstefnuna og er skráningargjaldið 15.000 kr. Inni í skráningargjaldinu er m.a matur og kynnisferð í fyrirtæki á svæðinu ásamt málstofum og umræðum.