Reglugerð vegna Covid19 • Reglur í Háskólasetri til 28.08.2021
Tímarammi: 27.08.2021, nýjar reglur væntanlegar 28.08.2021
Í ljósi fjölda smita og hærra 14 daga hlutfalls sýkinga erum við minnt á að Covid-19 er ekki búið, þótt stór hluti íbúa á Íslandi séu bólusettir.
Reglur á Íslandi stuttu máli (sjá nánar á www.covid.is)
- Eins meters nálægðarmörk.
- Grímunotkun þar sem nálægðarmörk er ekki ægt að tryggja. Grímuskylda í verslunum og almenningssamgöngum
- Hámarksfjöldi fólks í sama rými er 200
- Persónulegar sóttvarnir (handþvottur og sprittun) og forðast skal óþarfa náin samskipti
- Halda samfélagssáttmála: https://www.covid.is/samfelagssattmali
Í Háskólasetrinu þýðir þetta eftirfarandi:
- Til að tryggja nálægðarmörk fer kennsla að mestu fram í stórum sal Edinborgarhússins. Notið plássið og forðist óþarfa nálgæð.
- Í Háskólasetrinu er nægt pláss til að tryggja nálægðarmörk, notum það.
- Notið grímur í Háskólasetrinu þar til þið hafið fengið ykkur sæti í kennslustofu eða lesrými.
- Handlaugar með sápu og spritt er aðgengilegt víða um húsið, vinsamlegast nýtið ykkur það.
- Þegar þið eigið í samskiptum við fólk utan ykkar nánasta hóp, gætið þess að halda nálægðarmörk og nota grímur.
Í Háskólasetrinu koma saman nokkrir hópar í framhaldsnámi, fjarnámi og aðrir hópar. Við venjulegar aðstæður hvetjum við til samskipta á milli þessara hópa en nú biðjum við ykkur um að velja hverja þið eruð í nánum samskiptum við. Ef upp kemur smit þurfa þeir sem eru í nánum samskiptum við þann smitaða að fara í sóttkví, mikil blöndun milli hópa mun því hafa bein áhrif á fjölda þeirra sem þurfa að fara í sóttkví. Vinsamlegast gerið ykkar besta til að halda þessum tölum sem lægstum og munið að halda nálægðarmörk þegar þið eigið í samskiptum við fólk utan ykkar þrönga hóps. Þetta á bæði við innan og utan Háskólaseturs.
- Vinsamlegast fylgist með hverjum þið eruð í nánum samskiptum við og notið Rakningar Appið: https://www.covid.is/app/
- Háskólasetrið er almennt séð ávalt undir 200 manna fjöldatakmörkum. Engu að síður eru í húsinu nokkrar stofnanir og í heildina getur því verið talsverður fjöldi fólks í byggingunni. Þessvegna er byggingunni skipt í fjögur hólf. Vinsamlegast farið ekki inn á önnur svæði án þess að vera boðið eða af nauðsyn. Almennt séð eiga nemendur ekkert erindi í aðra hluta byggingarinnar en svæði 1 sem tilheyrir Háskólasetrinu.
Svæði 1: Háskólasetur, þ.m.t. kennslustofur og skrifstofur
Svæði 2: Þróunarsetur, teppalagður gangur, skipting með eldvarnarhurð
Svæði 3: Vestfjarðarstofa, jarðhæð við Suðurgötu
Svæði 4: Fræðslumiðstöð, jarðhæð við Suðurgötu, SA-horn