Rannsóknarþing norðursins: Okkar ísháða veröld
Dagana 3. - 6. september næstkomandi standa Rannsóknaþing norðursins (Northern Research Forum - NRF) og Háskólinn á Akureyri fyrir sjötta rannsóknaþingi NRF, Our Ice Dependent World. Þingið verður að þessu sinni haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 3. - 6. september 2011. Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðu NRF og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er mikilvægt framlag til þverfaglegrar og alþjóðlegrar umræðu um málefni er varða loftslagsbreytingar, möguleg tækifæri, áskoranir og afleiðingar þeirra. Jafnframt er ráðstefnan tækifæri til að efla samstarf og tengsl á milli svæða þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir nú þegar með afgerandi hætti hvað varðar vistkerfi, loftslag og veður en ekki síður hvað varðar samfélags- og menningarlega velferð.
Rannsóknaþing norðursins stendur fyrir ráðstefnum þar sem fræðimenn, stjórnmálamenn, embættismenn, fulltrúar fyrirtækja og óháðra félagasamtaka og fleiri hittast til að ræða mikilvæg málefni tengd norðurslóðum. Að þessu sinni verður áhersla lögð á víðari nálgun með því að flétta saman málefnum er varða norðurskautið, suðurskautið og Himalaya svæðið. Þingin eru vettvangur fyrir skoðanaskipti milli lærðra og leikra og er sérstök áhersla lögð á þátttöku ungs fólks í umræðunum.
Rannsóknaþing norðursins munu einkum sækja fulltrúar frá ríkjum á norðurslóðum: Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Danmörku og Grænlandi. Auk þess munu sækja þingið ýmsir sérfræðingar í loftslagsbreytingum í löndum á Himalayasvæðinu, svo sem frá Kína og Indlandi, og verður þingið því fyrsti vettvangur þar sem sérfræðingar frá norðurslóðum og Himalaya svæðinu koma saman.
Auk Rannsóknaþings norðursins og Háskólans á Akureyri standa eftirtaldir aðilar hér á landi að skipulagningu ráðstefnunnar: Skrifstofa Forseta Íslands, utanríkisráðuneyti, Háskólafélag Suðurlands, Hveragerðisbær, Jöklarannsóknafélag Íslands, Rannís, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Veðurstofa Íslands.
Ráðstefnur Rannsóknaþings norðursins hafa áður verið haldnar í aðildarríkjum Norðurskautsráðsins, á Akureyri árið 2000, í Novgorod í Rússlandi 2002, í Yellowknife í Kanada 2004, Oulu í Finnlandi og Lulea í Svíþjóð 2006 og í Anchorage í Alaska árið 2008.
Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og kynna sér málefnin og taka þátt í mikilvægri umræðu. Skráning á heimsíðu NRF.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er mikilvægt framlag til þverfaglegrar og alþjóðlegrar umræðu um málefni er varða loftslagsbreytingar, möguleg tækifæri, áskoranir og afleiðingar þeirra. Jafnframt er ráðstefnan tækifæri til að efla samstarf og tengsl á milli svæða þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir nú þegar með afgerandi hætti hvað varðar vistkerfi, loftslag og veður en ekki síður hvað varðar samfélags- og menningarlega velferð.
Rannsóknaþing norðursins stendur fyrir ráðstefnum þar sem fræðimenn, stjórnmálamenn, embættismenn, fulltrúar fyrirtækja og óháðra félagasamtaka og fleiri hittast til að ræða mikilvæg málefni tengd norðurslóðum. Að þessu sinni verður áhersla lögð á víðari nálgun með því að flétta saman málefnum er varða norðurskautið, suðurskautið og Himalaya svæðið. Þingin eru vettvangur fyrir skoðanaskipti milli lærðra og leikra og er sérstök áhersla lögð á þátttöku ungs fólks í umræðunum.
Rannsóknaþing norðursins munu einkum sækja fulltrúar frá ríkjum á norðurslóðum: Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Danmörku og Grænlandi. Auk þess munu sækja þingið ýmsir sérfræðingar í loftslagsbreytingum í löndum á Himalayasvæðinu, svo sem frá Kína og Indlandi, og verður þingið því fyrsti vettvangur þar sem sérfræðingar frá norðurslóðum og Himalaya svæðinu koma saman.
Auk Rannsóknaþings norðursins og Háskólans á Akureyri standa eftirtaldir aðilar hér á landi að skipulagningu ráðstefnunnar: Skrifstofa Forseta Íslands, utanríkisráðuneyti, Háskólafélag Suðurlands, Hveragerðisbær, Jöklarannsóknafélag Íslands, Rannís, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Veðurstofa Íslands.
Ráðstefnur Rannsóknaþings norðursins hafa áður verið haldnar í aðildarríkjum Norðurskautsráðsins, á Akureyri árið 2000, í Novgorod í Rússlandi 2002, í Yellowknife í Kanada 2004, Oulu í Finnlandi og Lulea í Svíþjóð 2006 og í Anchorage í Alaska árið 2008.
Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og kynna sér málefnin og taka þátt í mikilvægri umræðu. Skráning á heimsíðu NRF.