miðvikudagur 12. mars 2008

Rannsóknarnámssjóður Rannís

Til þeirra sem eru í rannsóknatengdu framhaldsnámi:

Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skal tilhögun þess uppfylla Viðmið um æðri menntun og prófgráður, sem menntamálaráðuneytið gefur út, en fer að öðru leyti eftir lögum um háskóla, nr. 63/2006, reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Doktorsnemar geta sótt um styrk til allt að þriggja ára en
meistaranemar geta sótt um styrk til vinnu að meistaraverkefni í allt að 12 mánuði. Rannsóknarverkefni skal að minnsta kosti vera 30e (ECTS). Við mat á umsóknum er vísindalegt gildi rannsóknarverkefnisins lagt til grundvallar, auk árangurs umsækjanda í námi og rannsóknum og virkni leiðbeinanda.
Umsóknarfrestur rennur út 14. mars.
Sjá nánar á heimasíðu sjóðsins:
http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknarnamssjodur/