fimmtudagur 20. júní 2013

Rannsókna- og nýsköpunarsjóður V-Barðastrandasýslu

Framundan er úthlutun fjármagns Rannsókna-og nýsköpunarsjóðs VBarðastrandasýslu. Úthlutun fer fram í lok september 2013. Áherslur við úthlutun sjóðsins styðjast við stofnskrá sjóðsins. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að umsóknir endurspegli verkefni sem tengjast með skýrum hætti nýtingu og rannsóknir á staðbundnum auðlindum, en einnig að verkefni stuðli að eflingu menntunar og mannauðs. Sérstök áhersla er lögð á:
  • Fiskeldi (eldis-, umhverfis- og fóðurrannsóknir).
  • Úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins.
  • Ræktun og veiði skeldýra.
  • Ferðaþjónusta (markaðs-, umhverfis- og þróunarverkefni).
Umsóknarfrestur er til miðnættis 31. júlí 2013 og skal umsóknum skilað til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest), Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður eða með tölvupósti, valgeir@atvest.is. Nánari upplýsingar veitir Valgeir Ægir Ingólfsson, valgeir@atvest.is
Að öðru leyti er vísað í hlutverk sjóðsins, reglur um úthlutanir og gerð umsóknar.