Rafbílavæðing, fólk og stefnumótun stjórnvalda
Mánudaginn 18. ágúst flytur Dr. John Axsen fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um möguleika rafbíla í framtíðinni. Fyrirlesturinn fer fram á ensku kl. 12:10-13:00 en einnig verður boðið upp á umræður og fyrirspurnir frá 13:00-14:00.
Rafbílar: Að láta kolefnissnauða tækni smella saman við fólk og stefnumótun stjórnvalda
Áratugum saman hefur eftirvænting eftir rafbílum nært vonir um að hreint, kolefnissnautt, olíulaust fluttningskerfi, verði að veruleika. En hvar eru þessir rafbílar? Dr. Jonn Axsen byggir á nákvæmum markaðsrannsóknóknum og tæknirannsóknum þegar hann skoðar hvort samfélagið er tilbúið til að færa sig yfir í nýtt kerfi – og þegar hann dregur upp nauðsynlegar ákvarðanir til að komast þangað.
Dr. Jonn Axsen er dósent í sjálfbærri orku við Simon Fraser Háskólann í Bresku Kolumbíu við vesturstönd Kanada. Hann fæst við rannsóknir á mögulegri markaðshlutdeild annarra nýrra orkugjafa þegar kemur að því að knýja áfram farartæki, til dæmis m.t.t. rafbíla, og möguleikana á innleiðingu hegðunarmynstra sem eru umhverfinu í vil. Hann styðst við kannanir, viðtöl og megindleg model við rannsóknir sínar á samhenginu milli tækni, umhverfisstefnu og notendahegðunar. Fyrir rannsókn sína á félagslegum áhrifum og mati neytenda á rafbílum var Jonn Axsen verðlaunaður af alþjóðlega fluttningsvettvanginum OECD með viðurkenningunni "2011 Young Researcher of the Year"
Fyrirlestur 12:10-13:00, umræða og fyrirspurnir 13:00-14:00
Staður: Háskólasetur Vestfjarða. Tungumál: Enska.