mánudagur 12. apríl 2010

Ráðstefna um kynbundið ofbeldi

Háskólinn á Akureyri og Jafnréttisstofa standa fyrir ráðstefnu um kynbundið ofbeldi, undir yfirskriftinni Þögul þjáning, föstudaginn 16. apríl næstkomandi. Útsending frá ráðstefnunni verður í boði í Háskólasetri Vestfjarða. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá, tímasetningar og verð eru aðgengilegar hér.